top of page

Marokkóskt kúskús

  • Writer: Halldóra Björg Haraldsdóttir
    Halldóra Björg Haraldsdóttir
  • Mar 13, 2018
  • 1 min read

Innihald


2 bollar (4-5 dl) skrælt barbapabbagrasker, skorið í 2 cm kubba. 2 laukar, skornir í 2 cm kubba. 3 gulrætur, skornar í 2 cm sneiðar.

ree

1 1/2 bolli (3,5 dl) kúrbítur, skorinn í 3 cm kubba. 2 msk ólífuolía Sjávarsalt

1 1/2 teskeið svartur pipar 1 1/2 bolli (3,5 dl) grænmetiskraftur 2 msk vegan smjör (til dæmis Prima smjör frá Rapunzel) 1/4 teskeið cummin krydd (ekki kúmen) 1/2 tsk saffran þræðir (má sleppa) 1 1/2 bollar (3,5 dl) kúskús 2 saxaðir vorlaukar (bæði hvíti og græni hluti


nn)


Aðferð

  1. Hitið ofninn í 190 gráður.

  2. Setjið saxað grænmetið á bökunarpappír í ofnskúffu. Bætið við 2 msk ólífuolíu, 1 tsk salti og 1 tsk pipar.

  3. Grillið í 25-30 mínútur og snúið grænmetinu með spaða þegar tíminn er hálfnaður.

  4. Á meðan grænmetið grillast, setjið grænmetiskraftinn í pott og sjóðið.

  5. Takið grænmetiskraftinn af hellunni og bætið vð 2 msk smjöri, 1/2 tsk pipar, 1/4 tsk cummin kryddi, saffrani og salti eftir smekk. Lokið pottinum og látið bíða í 15 mínútur.

  6. Skafið grænmetið af bökunarpappírnum og ofaní stóra skál.

  7. Bætið við öllu kúskúsinu og blandið varlega saman.

  8. Hitið grænmetiskraftinn að suðu og hellið honum síðan yfir grænmetið og kúskúsið í skálina. Lokið skálinni vel með diski og látið standa í 15 mínútur.

  9. Bætið við vorlauknum og hrærið varlega í kúskúsinu með gaffli.

  10. Berið fram td. með spínati og sólskinssósu.

  11. Njótið!

Uppskrift: https://vegandora.com

Comments


GERAST ÁSRIFANDI

bottom of page